
Þjónusta
Ef þú vilt læra meira um hvernig nota á vöruna eða þú ert ekki viss um hvernig tækið
virkar finnurðu nánari upplýsingar í notendahandbókinni eða á slóðinni
>www.nokia.com/support eða á vefsvæði Nokia í heimalandi þínu eða með farsíma á
www.nokia.mobi/support.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu reyna eftirfarandi:
•
Endurræstu tækið: slökktu á tækinu og taktu rafhlöðuna úr því. Eftir u.þ.b. mínútu
skaltu setja rafhlöðuna aftur á sinn stað og kveikja á tækinu.
•
Settu aftur upp upprunalegu stillingarnar eins og lýst er í notendahandbókinni.
Ef þetta leysir ekki vandann skaltu hafa samband við Nokia. Sjá www.nokia.com/
repair. Ávallt skal taka öryggisafrit af gögnum í tækinu áður en það er sent í viðgerð.